top of page

Uppeldisstefna knattspyrnudeildar Leiknis og Yngri flokka Fjarðabyggðar

Kennsluskrá UMF Leiknis og Yngri flokka Fjarðabyggðar

 

7. flokkur
 

Tækni

  • Að venjast bolta

  • Knattrak á ýmsa vegu

  • Knattrak með gabbhreyfingu

  • Einfaldar leikbrellur

  • Innanfótarspyrna

  • Móttaka – innanfótar, il, læri

Leikfræði

  • Leikrænir leikir

  • Leikrænir leikir, fáir í hverju liði, með og án markmanns

  • Helstu leikreglur og knattspyrnuhugtök.

 

6. flokkur
 

Tækni

  • Að venjast bolta

  • Knattrak, framhald – ýmis afbrigði

  • Knattrak og einföld leikbrella

  • Spyrnur: Innanfótar, ristarspyrna (bein og innanverð)

  • Móttaka og stýring hárra bolta með innanverðum fæti

  • Innkast


Leikfræði

  • Markskot: Bolti liggjandi og eftir knattra

  • Leikir til eflingar knatttækni og leikfræði

  • Leikið 1:1 með ýmsum afbrigðum

  • Leikæfingar þar sem fáir eru í hverju liði.

 

 

5. flokkur


Tækni

  • Spyrnur (sendingar) með jörðu og á lofti

  • Móttaka jarðarbolta og stýring

  • Móttaka hárra bolta og stýring

  • Knattrak og leikbrellur (1:1)

  • Samleikur af ýmsum toga sem lýkur með markskoti


Leikfræði

  • Markskot: Úr kyrrstöðu, eftir knattrak og samspil. Skallað að marki eftir fyrirgjöf

  • Leikið 1:1 með ýmsum afbrigðum

  • Leikæfingar þar sem fáir eru í hverju liði (farið yfir undirstöðuatriði liðssamvinnu)

  • Leikfræði liðs; innkast, hornspyrna, aukaspyrna og vítaspyrna


 

4. flokkur


Tækni

  • Spyrnur og móttaka bolta æfðar undir pressu, í leikformi með ákveðin markmið

  • Knattrak og leikbrellur æfðar undir pressu, í leikæfingum með ákveðin markmið

  • Sköllun á ýmsan hátt, skallaleikir með samherja og mótherja

  • Hornspyrna

  • Fyrirgjafir

  • Lokið skal yfirferð og grunnkennslu allra tækniatriða knattspyrnu


Leikfræði

  • Markskot af ýmsum toga;

  • Eftir að hafa leikið á mótherja (1:1)

  • Eftir móttöku á hlaupum (hraðri ferð) og á þröngu svæði

  • Eftir eina eða tvær snertingar

  • Viðstöðulaust skot með jörðu og á lofti

  • Leikfræði hóps, sóknarleikur;

    • Hreyfing án knattar, aðstoð við knatthafa

    • Undirstöðuatriði liðssamvinnu, í sókn; dýpt, fríhlaup, vídd, hreyfing, opna svæði og aðstoð

    • Ýmis konar samsetning liðs (jafnmargir í liði, færri í liði eða fleiri í liði)


Samleikur;

  • Veggsending

  • Knattvíxlun

  • Framhjáhlaup

  • Knattrak og sending (þar sem ásetningur er dulinn)

  • Leikfræði hóps, varnarleikur;

    • Gæsla maður á mann (1:1) þar sem leikmaður hefur bolta

    • Gæsla maður á mann (1:1) þar sem leikmaður hefur ekki bolta

    • Samvinna leikmanna, yfirtaka á leikmanni frá félaga

    • Rangstaða

    • Ýmis konar samsetning liðs (jafnmargir í liði, færri, fleiri)

    • Undirstöðuatriði í liðssamvinnu, vörn; dýpt, gæsla, loka svæði, samþjöppun, völdun

  • Návígi;

    • að komast inn í sendingu mótherja

    • návíg (tækling), rennitækling

    • pressa þar sem áhersla er lögð á rétta varnarstöðu


Leikfræði liðs, föst leikatriði

  • Vítaspyrna

  • Rétt innkast og hreyfing leikmanna án bolta

  • Hornspyrna (í sóknar- og varnarleik)

  • Aukaspyrnur (beinar og óbeinar)


Markverðir

  • Grípa knött yfir höfði í kyrrstöðu og með uppstökki

  • Knöttur kýldur með annari og báðum höndum

  • Knöttur gripinn eftir að hafa kastað sér

  • Knetti spyrnt frá marki, hoppspyrna

  • Knetti kastað frá marki

  • Leikfimi, fimileikar (fimi) og viðbragð (snerpa)


3. flokkur


Tækni

  • Tækniatriði tengd leikæfingum og flóknum tækniæfingum, samsettar æfingar

  • Tækni einstaklings fínpússuð og fullkomnuð

  • Sköllun

  • Hoppspyrna

  • Fyrirgjafir eftir;

    • einleik

    • samspil, s.s. veggsendingu, knattvíxlun, framhjáhlaup, langar sendingar

  • Fága og styrkja enn frekar þau tækniatriði sem þegar hefur verið farið yfir


Leikfræði

  • Leikfræði einstaklings;

    • Markskot af ýmsum toga;

      • eftir að hafa leikið á mótherja (1:1)

      • eftir móttöku á hlaupum (hraðri ferð) og á þröngu svæði

      • eftir eina og tvær snertingar

      • viðstöðulaust eftir jörðu og á lofti

    • Návígi;

      • að komast inn í sendingu mótherja

      • tækling, rennitækling

      • pressa (rétt varnarstaða – ná knetti af mótherja)

  • Leikfræði hóps, sóknarleikur;

    • Samleikur leikmanna, ýmis afbrigði (veggsending, knattvíxlun, framhjáhlaup)

    • Hreyfing án knattar, aðstoð við knatthafa

    • Undirstöðuatriði liðssamvinnu, sókn, dýpt, fríhlaup, vídd, hreyfing, opna svæði, aðstoð

    • Skapa marktækifæri, markskot

  • Leikfræði hóps, varnarleikur;

    • Gæsla maður á mann (1:1) þar sem leikmaður hefur bolta

    • Gæsla maður á mann (1:1) þar sem leikmaður hefur ekki bolta

    • Svæðisvörn

    • Undirstöðuatriði liðssamvinnu, vörn; dýpt, gæsla, lokun svæða, samþjöppun, völdun

    • Samvinna leikmanna, yfirtaka á leikmanni frá félaga

    • Rangstaða

  • Leikfræði liðs, sóknarleikur;

    • Sóknarleikur við eðlilegar aðstæður, róleg uppbygging, hröð uppbygging, hraðaupphlaup

    • Föst leikatriði, vítaspyrna, horn, innkast (hreyfing leikmanna), beinar og óbeinar aukaspyrnur

    • Sérstök leikfræðileg atriði; sókn eftir pressuvörn, sókn þar sem leikmenn eru fleiri eða færri í liðum

  • Leikfræði liðs, varnarleikur;

    • Varnarmöguleikar; leikið maður á mann, svæðavörn, blönduð varnaraðferð

    • Vörn gegn föstum leikatriðum; vörn gegn hornspyrnum, aukaspyrnum og innköstum

    • Sérstakir leikmöguleikar; pressuvörn, leikið þar sem leikmenn eru fleiri eða færri í liðum

 

Leikkerfi;

  • Ákveðið leikskipulag

  • Leikið með frjálsan varnarmann fyrir aftan vörn, fríherja

  • Leikið án fríherja

  • Leikaðferð sem byggist á rangstöðu

 

Markverðir;

  • Grípa knött yfir höfði í kyrrstöðu og með uppstökki

  • Knöttur kýldur með annari eða báðum höndum

  • Knöttur gripinn eftir að hafa kastað sér

  • Knetti spyrnt frá marki, hoppspyrna

  • Knetti kastað frá marki

  • Að taka þátt í leikuppbyggingu sem aftasti varnarmaður

  • Leikfimi, fimileikar (fimi) og viðbragð (snerpa)

 


2. flokkur


Tækni;

  • Lögð er mikil áhersla á að allar æfingar eru gerðar undir álagi ( keppnislíkt álag)

  • Séræfingar leikmanna í ákveðnum leikstöðum

 

Leikfræði;

  • Sömu atriði og koma fram í atriðum fyrir 3. flokk að því viðbættu;

  • Að færa æfingar í auknu mæli í keppnislíkt form, leikæfingar

  • Að áhersla sé lögð á að leikmenn geti haldið knetti innan liðsins á varnar-, mið- og sóknarsvæðum vallar

  • Að leggja áherslu á föst leikatriði

  • Að leggja áherslu á hreyfingu leikmanna án knattar

  • Að leggja áherslu á varnar- og sóknarþátt maður á mann (1:1)

  • Að leikmenn geti framkvæmt pressuvörn á öllum vellinum

  • Að efla samvinnu leikmanna

  • Að auka sköpun leikmanna og sjálfstæða hugsun


Markverðir og aðrir leikmenn;

  • Sömu atriði og koma fram í atriðum fyrir 3. flokk að því viðbættu;

  • Að auka styrktarþjálfun markvarðar og leikmanna

  • Að auka liðleika

  • Að auka fimi

  • Að auka áræðni

  • Að auka snerpu (hraða)

  • Að auka þol

  • Að bæta staðsetningar

holdur_logo.jpg
io-final.png
og-synir-logo-png.png
tempra.png
fiskeldi.png
orkusalan-e1534349988894-600x174.png
orkan.png
Logo LVF.png
Logo KFFB-01.png
bottom of page