Nú síðdegis skrifuðu þær Adna Mesetovic, Elísabet Eir Hjálmarsdóttir og Karítas Embla Óðinsdóttir undir samninga við Leikni og munu því taka slaginn með HKL í 2. deildinni í sumar.
Adna er 21 árs leikinn vængmaður sem skorað hefur 9 mörk í 48 leikjum í deild og bikar. Þar af skoraði hún 5 mörk í 2. deildinni í fyrra.
Elísabeit Eir er grjótharður 18 ára bakvörður sem á þegar að baki 52 leiki og hefur sett í þeim 12 mörk. Elísabet var valin best hjá HKL að loknu síðasta keppnistímabili.
Karítas er 16 ára og bráðefnilegur varnarmaður. Hún á enn eftir að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki enda enn í 3ja flokki.
Við óskum stelpunum og félaginu innilega til hamingju með samningana og hlökkum miskunnarlaust til komandi sumars, mfl kvenna verður með flott lið!
Comments