Það hefur verið nóg að gera á skrifstofu Leiknis þessa dagana. Í dag tókust samningar við kantmanninn bros- og hláturmilda; Sæþór Ívan Viðarsson og kvittaði hann á nokkur A4-blöð því til staðfestingar. Sæþór á, þrátt fyrir að vera rétt 18 vetra frá því í október, 42 leiki í meistaraflokki fyrir Leikni og hefur í þeim skorað 6 mörk. Það er okkur Leiknismönnum tær gleði að Sæþór skuli ætla að taka slaginn með okkur í Inkasso næsta sumar og ekki spillir það fyrir að nú muni gjörvöll Hvammsættin eiga brýnt erindi í Höllina á heimleiki Leiknis. Til hamingju Sæþór!
top of page
bottom of page
コメント