top of page
Writer's pictureKnattspyrnudeild

Stelpurnar áfram í bikarnum!

FHL tók á móti Hömrunum í fyrstu umferð Mjólkurbikars KSÍ í Höllinni í gær sunnudaginn 7. júní.

Talsvert er um meiðsli í okkar herbúðum og erlendu leikmennirnir ekki mættar.

Aðeins voru þrír á bekk.

Byrjunarliðið:

Steinunn í marki,

Elísabet Eir, Ýr, Rósey og Bjarndís aftastar,

Hafdis, Sonja (Ársól) og Barbara á miðjunni,

Elísabet Arna (Ólöf Rún), Freyja og Adna fremstar.


Barbara kom okkar stúlkum yfir í fyrri hálfleik en Hamrarnir jöfnuðu þegar korter var eftir af seinni.

Staðan að venjulegum leiktíma 1-1 og óbreytt eftir 2x 15 mínútna framlengingu.

Þá var gripið til vítaspyrnukeppni og hetja leiksins steig fram; Steinunn Lilja varði tvö víti og önnur tvö fór yfir hjá norðan stúlkum. Það dugði því til að þær Adna og Hafdis skoruðu úr sínum.

Auk Steinunnar spilaði Adna mjög vel sem og hinar bráðungu Rósey og Freyja

sem enn eru í 3ja flokki.


Stelpurnar tryggðu sig því áfram í næstu umferð þar sem þær mæta Sindra í Fjarðabyggðarhöllinni 13. þm. Þá verður hægt að eiga langan og góðan dag í Höllinni, en Leiknir tekur á móti Einherja í Mjólkurbikarkeppni karla þennan sama laugardag.


Adna lék vel og skoraði í vítaspyrnukeppninni



116 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa...

Samstarf

Comments


bottom of page