Þau frábæru tíðindi hafa nú orðið að Leiknir og Keflavík hafa gert með sér lánssamning um Kristófer Pál sem fær á morgun tímabundin félgaskipti úr Keflavík til okkar. Samningurinn gildir út tímabilið með þeim möguleika þó að Keflavík getur kallað hann til baka í ágúst, í síðari félagaskiptaglugganum.
Kristófer sem þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára og hafa verið mikð frá vegna meiðsla á að baki 105 leiki á Íslandsmóti og bikarkeppni og hefur skorað í þeim 37 mörk. Fyrir Leikni hefur Kristó spilað 81 leik og skorað í þeim 32 mörk. Sitt besta tímabil átti hann nokkuð örugglega 2016 þegar hann skoraði 10 mörk fyrir okkur í þáverandi Inkasso-deild og 4 af þeim í leiknum dramtíska á móti HK þegar sætinu var bjargað á ögurstundu.
Við bjóðum Kristó hjartanlega velkominn í Leikni aftur og hlökkum til að sjá gamla takta frá honum.
Comments