top of page
Writer's pictureKnattspyrnudeild

Fyrsti keppnisleikurinn

Updated: Jun 15, 2020

Fyrsti keppnisleikur Leiknis eftir þetta óvænta og óumbeðna covid-frí verður í Höllinni á laugardaginn. Klukkan 14:00 tökum við á móti Einherja í Mjólkurbikarkeppni KSÍ.

Eins og öllum er kunnugt eru enn í gildi sóttvarnarreglur útgefnar af Ríkislögreglustjóra, sem meðal annars kveða á um að ekki megi vera fleiri en 200 manns í einu rými á sama tíma. Börn fædd 2005 og síðar telja þó ekki, 200 fullorðnir mega vera. Fjöldinn fer síðan upp í 500 í næstu viku.

Algjör aðskilnaður verður milli áhorfendasvæðis og leikvallar og um leið starfsmanna á þessum svæðum. Leikmenn, dómarar og starfsmenn leiksins munu ekki nota tengigang milli búningsherbergja og hallar, heldur fara út um dyr íþróttahúss og nota malbikaðan stíg milli húsanna og koma inn í Höllina fyrir miðjum velli.

Áhorfendur munu því geta notað salernin við tengiganginn, en verða einnig að fara á milli utandyra. Algjörlega verður bannað að fara yfir völlinn – líka aftan við mörkin.

Hurðir á báðum enda tengigangsins verða læstar.

Við viljum að lokum biðja foreldra að sjá til þess að börn þeirra séu ekki að leika sér með bolta á meðan leikjum stendur. Gæslumenn félagsins á leikjum eiga ekki að vera í barnagæslu 😉

Leiknisliðið 2019

357 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa...

Samstarf

Comments


bottom of page