top of page
Writer's pictureKnattspyrnudeild

Faouzi í Leikni!

Faouzi Taieb Benabbas skrifaði í gær undir samning við Leikni og mun leika með félaginu á komandi tímabili.

Faouzi er hávaxinn og öflugur miðvörður sem lék með KFF á síðasta tímabili og stóð sig mjög vel. Faouzi sem er 23 ára, spilaði 20 leiki og gerði í þeim tvö mörk.

Faouzi verður fyrsti franski knattspyrnumaðurinn til að spila fyrir Leikni og ekki seinna vænna í franska bænum.

Faouzi er uppalinn í Marseille, hjá samnefndu félagi og einn af þjálfurum hans þar var sá litríki Marcelo Bielsa sem í dag þjálfar Leeds Utd á Englandi. Frá Frakklandi fór hann til Bandaríkja norður Ameríku, þar sem hann lék í háskólaboltanum.

Við bjóðum Faouzi hjartanlega velkominn í Leikni og hlökkum til að fá hann í hópinn, fljótlega á nýju ári.




265 views0 comments

Recent Posts

See All

Samstarfið leitar að nafni!

Sameignilegt lið Leiknis og Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar leitar nú að nafni á félagsskapinn. Sérstök nafnanefnd hefur tekið til starfa...

Samstarf

Comments


bottom of page